Viðbótarupplýsingar
Þyngd | 0.5 kg |
---|
3.999 kr.
LITLI DRELLIR
Í Litla Drelli má finna nammi frá öllum helstu framleiðendunum á Íslandi og popp og snakk. Þar er eitthvað fyrir alla. En þar eru líka óvæntar gjafir frá samstarfsaðilum okkar sem koma skemmtilega á óvart.
Innihaldslýsingar má finna á góðgætinu sjálfu í kassanum eða á heimasíðu framleiðanda. Endilega kynnið ykkur það áður ef um ofnæmi, óþol eða val er að ræða. Upplýsingar um samstarfaðila okkar er að finna hér á síðunni okkar eða heimasíðu þeirra.
Nammið er frá íslenskum nammiframleiðendum og er um 500gr. Í pakkanum er nammi frá þeim öllum sem við veljum saman fyrir ykkur til að njóta saman. Snakkið er úr íslenskum kartöflum frá Þykkvabænum og er poppið poppað á Íslandi – hvoru tveggja alveg brakandi. Tegundin kemur á óvart, kannski er það uppáhaldstegundin en ef ekki þá er gaman að prófa eitthvað nýtt, er það ekki?
Mögulega er í drellanum sólarhringsáskrift af Stöð2 Maraþon sem er íslenskt sjónvarpsstöð rekin af fyrirtækinu Sýn. Stöð2 Maraþon er með fjölbreytt efni og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi til að njóta með góðgætinu í pakkanum. Hægt er að horfa á Stöð2 Maraþon í Stöð2 appinu sem er til bæði fyrir Android og iOs. Til að virkja áskriftina sama dag og horfa skal þarf að panta hana fyrir klukkan 16:00 sama dag og er það gert með því að hafa samband við þjónustuver Stöðvar 2 í síma 1817 eða senda tölvupóst á stod2@stod2.is og gefa upp kennitölu þess sem keypti pakkann.
Svo getur vel verið að það leynist óvæntur glaðningur í pakkanum frá samstarfsaðilum okkar – pizza frá Spaðanum, bíómiði í Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó eða Lasertag í Smárabíó eða aðgangur að leiktækjasalnum Smárabíóa.
In stock
Þyngd | 0.5 kg |
---|
Þú færð miklu meira fyrir peninginn og stundum margfalt meira, þegar þú nælir þér í nammi drellana frá happ í helgi, þökk sé okkar frábæru samstarfsaðilum!